Photos

IMG_3289.JPG

Þá þurfti Björk líka að kíkja við á kampusinn sinn og þar var líka allt í fullum blóma. Kampusinn hennar er mjög fallegur, sérstaklega þegar öll tré er þakin þessum litlu hvítu blómum. Þau lifa þó bara í fáeina daga og verða því miður líklega öll horfin þegar við snúum aftur í skólann, en enn er eftir um vika af vorfríinu okkar.

Sakura við Gakushuin

on apríl 3, 2010 af sveinneirikur

2 athugasemdir

Photos

IMG_3201.JPG

Við gerðum okkur líka ferð til Ueno en þar safnast fólk gjarnan saman til að stunda svokölluð Hanami eða blómaskoðunarpartí. Hanami fer þannig fram að maður finnur sér Sakura tré í blóma, sest undir það og borðar nesti og drekkur ótæpilegt magn áfengis. Planið hjá okkur er einmitt að taka daginn snemma á morgun og halda í hanami í Kunitachi fyrir hádegið með vinum okkar frá því við komum fyrst hingað til Japan.

Sakura i Ueno

on apríl 3, 2010 af sveinneirikur

Slökkt á athugasemdum við Sakura i Ueno

Photos

IMG_3157.JPG

Nú er kirsuberjablómatímabilið hafið hér í Tokyo og við erum búin að vera nokkuð dugleg við að stökkva út og leita uppi falleg blóm hér og þar undanfarna daga. Þessi fíngerðu fölbleiku blóm fundum við í garðinum fyrir aftan Tokyo Metropolitan Government Offices háhýsið, en þar er töluvert af Sakura trjám.

Sakura í Shinjuku

on apríl 3, 2010 af sveinneirikur

Slökkt á athugasemdum við Sakura í Shinjuku

Articles

Restin af ferðalaginu okkar…

In Ferðalög on apríl 3, 2010 by sveinneirikur

IMG_3045-3048

Við blogguðum aðeins yfir okkur þarna í upphafi innanlandsferðalagsins okkar en ég held ég verði nú samt eiginlega að segja pínu frá seinasta deginum okkar í Hiroshima og hvað við brölluðum í Osaka áður en við dembum okkur aftur í KitKatt-blogg og skólasókn. Read More »

Photos

Símamynd

Útsýni yfir miðborg Osaka.

Osaka

on mars 19, 2010 af sveinneirikur

2 athugasemdir

Articles

Miyajima

In Ferðalög on mars 18, 2010 by sveinneirikur

IMG_2822.JPG

Eins og áður hefur komið fram vorum við í gær í Miyajima en það er lítið þorp á eyjunni Itsukushima við ströndina ekki svo langt frá Hiroshima (10 mínútna sigling eftir klukkutíma sporvagnsferð). Itsukushima er líklega einna frægust fyrir samnefnt hof sem stendur á stólpum í flæðarmálinu og hliðið fyrir framan það sem stendur að því er virðist lengst útí sjó á flóði. Read More »

Statuses

Rútuferðalag

In Örstutt, Ferðalög on mars 18, 2010 by sveinneirikur

Þá erum við farin frá Hiroshima og við tekin 6 tíma rútuferð sirka hálfa leið til baka til Tokyo (nánar til tekið til Osaka). Ég ætla að reyna að nýta hana í að blogga eitthvað smá um hvað við vorum að brasa í gær svo það gæti verið von um uppfærslu ef rafhlaðan endist mér.

Sveinn

Slökkt á athugasemdum við Rútuferðalag

Photos

Erum á eyjuni Miyajima þar sem villt dádýr ganga um bæinn og reyna að borða dót og bæklinga frá ferðamönnum.

Dàdýr ì Miyajima

on mars 17, 2010 af bjorkell

Slökkt á athugasemdum við Dàdýr ì Miyajima

Articles

Fyrsti dagurinn í Hiroshima

In Ferðalög on mars 17, 2010 by bjorkell

IMG_2758.JPG

Við lögðum eldsnemma af stað frá Tokyo í gær og var þetta langur dagur. Það var svolítið gaman að prufa að taka innanlandsflug hérna, fengum hlustunarpípur til að hlusta á tónlist um borð og ég varð svolítið hissa þegar boðið var upp á stórt úrval drykkja. Þetta var líka svo að segja fyrsta skiptið sem ég heyri marga japani tala mjög góða ensku, fluffurnar voru alveg að standa sig.

Við vorum komin inn í miðbæ Hiroshima um klukkan tíu um morguninn en gátum ekki tékkað okkur inn á hótelið fyrr en klukkan þrjú, svo við leigðum okkur skáp á lestarstöðinni hentum töskunum okkar þar og héldum að A-Bomb Dome. Read More »

Photos

Símamynd

Það er ekki alltaf allt jafn hátæknivætt hér í Japan.

Annars er það helst að frétta að við erum lent heilu og höldnu í Hiroshima og við er tekin 45 mínútna rútuferð í bæinn.

Hlustunarpípa

on mars 16, 2010 af sveinneirikur

Ein athugasemd